Enski boltinn

Newcastle tók ársmiðann af fatlaðri ömmu

Sú gamla er allt annað en sátt.
Sú gamla er allt annað en sátt.
Það er talsverð reiði út í stjórnarmenn Newcastle eftir að félagið hirti ársmiða af 65 ára gamalli, fatlaðri ömmu sem hafði átt ársmiða í 13 ár. Hún missti aðeins af einum leik á þessum tíma og það reyndist dýrkeypt.

Lilian Held leyfði syni sínum að nýta miðann um jólin á einum leik þar sem hún var stödd erlendis í fríi. Í miðjum leik komu öryggisverðir til sonarins og hentu honum út af vellinum.

Hann var með tvær 14 ára frænkur sínar með sér og þær kláruðu einar að horfa á leikinn. Félagið gerði í kjölfarið ársmiðann upptækan. Sögðu syninum að móðir hans yrði að ná í hann sjálf ef hún vildi fá hann aftur.

Er hún kom að ná í hann fékk hún þær upplýsingar að ekki kæmi til greina að láta hana fá miðanna aftur fyrr en búið væri að rannsaka hvort sonur hennar hefði oft notað miðann.

Er hún hafði svo aftur samband við félagið síðar var henni tjáð að búið væri að selja öðrum aðila miðann hennar.

Held er miður sín yfir þessu öllu saman enda fyrrum starfsmaður félagsins og einn harðasti stuðningsmaður þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×