Fótbolti

Aron missir af leiknum helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron fagnar marki í leik með AZ.
Aron fagnar marki í leik með AZ. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson verður ekki með AZ Alkmaar þegar liðið mætir Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni um helgina.

Aron meiddist í leik liðsins gegn Vitesse í vikunni og fór meiddur af velli eftir að hafa komið sínum mönnum í 2-0 forystu. Það var hans þrettánda deildarmark í vetur en Aron er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar.

„Við viljum ekki taka neina áhættu,“ sagði þjálfarinn Dick Advocaat á blaðmannafundi í morgun. „Við tökum bara einn dag fyrir í einu en gerum ráð fyrir að hann verði fljótur að jafna sig.“

AZ er í sjötta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig en Ajax er á toppnum með 47 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×