Fótbolti

Alfreð náði ekki að skora fyrir Heerenveen

Alfreð á ferðinni.
Alfreð á ferðinni. vísir/getty
Alfreð Finnbogason og félagar í hollenska liðinu Heerenveen urðu af mikilvægum stigum í kvöld er Twente kom í heimsókn.

Twente vann leikinn 0-2 með mörkum frá Tadic og Börven.

Twente komst með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar en Heerenveen er eftir sem áður í fimmta sæti deildarinnar.

Alfreð lék allan leikinn fyrir Heerenveen en náði aldrei þessu vant ekki að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×