Enski boltinn

Moyes hefur engar áhyggjur af framlagi Vidic

Nemanja Vidic heldur fyrirliðabandinu.
Nemanja Vidic heldur fyrirliðabandinu.
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að tilkynningin um brotthvarf Nemanja Vidic frá liðinu í sumar komi sér ekki illa fyrir Englandsmeistarana á þessum tímapunkti.

Staðfest var á þriðjudagskvöldið að fyrirliðinn yfirgefi Manchester United í sumar þegar samningur hans rennur út. Ítalska liðið Inter er líklegur áfangastaður hjá Serbanum.

Moyes hefur engar áhyggjur af Vidic og staðfesti á blaðamannafundi í dag að hann verði áfram fyrirliði liðsins.

„Maður hefur ekki áhyggjur af manni eins og Vidic, vitandi hvernig mann hann hefur að geyma. Hann er mikill leiðtogi innan félagsins og hefur þjónað því gríðarlega vel. Ég býst við að hann haldi því áfram þar til yfir lýkur,“ sagði Moyes.

„Það var engin sérstök ástæða fyrir þessu. Þetta var ákvörðun sem tekin var í sameiningu. Honum fannst þetta réttur tímapunktur til að fara. Við komumst bara yfir það og höldum áfram,“ sagði David Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×