Íslenski boltinn

Blikar skelltu toppliði dönsku deildarinnar

Elfar Árni fagnar marki gegn KR.
Elfar Árni fagnar marki gegn KR.
Breiðablik heldur áfram að gera það gott í Atlantic Cup í Portúgal. Í dag vann liðið flottan 2-1 sigur á Midtjylland frá Danmörku.

Það var Húsvíkingurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði sigurmark leiksins um hálftíma fyrir leikslok.

Þetta er glæsilegur sigur hjá Blikum enda er Midtjylland á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað tvisvar í fyrstu átján umferðum dönsku deildarinnar.

Blikar unnu fyrsta leik sinn í keppninni í vítaspyrnukeppni og virka mjög sprækir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×