Íslenski boltinn

Blikar skelltu toppliði dönsku deildarinnar

Elfar Árni fagnar marki gegn KR.
Elfar Árni fagnar marki gegn KR.

Breiðablik heldur áfram að gera það gott í Atlantic Cup í Portúgal. Í dag vann liðið flottan 2-1 sigur á Midtjylland frá Danmörku.

Það var Húsvíkingurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði sigurmark leiksins um hálftíma fyrir leikslok.

Þetta er glæsilegur sigur hjá Blikum enda er Midtjylland á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað tvisvar í fyrstu átján umferðum dönsku deildarinnar.

Blikar unnu fyrsta leik sinn í keppninni í vítaspyrnukeppni og virka mjög sprækir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.