Enski boltinn

Nasri vill meiri samstöðu

Samir Nasri, leikmaður Manchester City, segir að liðið eigi góðan möguleika á að verja Englandsmeistaratitilinn ef leikmenn standi saman í baráttunni á öllum vígstöðum.

Enski boltinn

Manchester United ætlar ekki að semja við Giggs

Ryan Giggs verður 39 ára gamall 29. nóvember næstkomandi og í lok þessarar leiktíðar gæti hann orðið Englandsmeistari í þrettánda sinn. Í síðustu viku skoraði hann gegn Chelsea í deildarbikarnum og hafði þá skorað á öllum 23 árum sínum sem atvinnumaður hjá Manchester United en nú er líklega komið að endalokum hjá kappanum.

Enski boltinn

Fer Neymar til Manchester City?

Þrátt fyrir ungan aldur er hinn tvítugi Brasilíumaður Neymar búinn að vera undir smásjá stærstu fótboltaliða heims í langan tíma. Enska blaðið The People greinir frá því í dag að eitt fyrsta verk nýráðins íþróttastjóra Manchester City, Txiki Begiristain, sé að krækja í Brasilíumanninn unga. Blaðið segir að Neymar sé efstur á óskalista Mancini.

Enski boltinn

Manchester City tapaði stigum á Upton Park

Manchester City tókst ekki að komast upp að hlið nágrönnum sínum í Manchester United í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti West Ham á Upton Park í kvöld.

Enski boltinn

Fékk treyjuna hans Van Persie í miðjum leik

Robin van Persie var í sviðsljósinu í dag þegar Manchester United vann 2-1 sigur á hans gömlu félögum í Arsenal í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Van Persie skoraði fyrra mark United í upphafi leiks en það sem gerðist á leið leikmanna liðanna til búningsklefa í hálfleik vakti ekki síður athygli.

Enski boltinn

Mancini lætur Guardiola-sögusagnir ekki trufla sig

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ekki neinar áhyggjur af því þótt fjölmiðlar séu að orða Pep Guardiola við starfið hans hjá City. Txiki Begiristain vann lengi með Guardiola hjá Barcelona og hefur nú tekið við starfi yfirmanni knattspyrnumála hjá City.

Enski boltinn

Wenger: Við hefðum getað komið til baka með 11 menn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sá sína menn tapa 1-2 á móti Manchester United í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gamli Arsenal-maðurinn Robin Van Persie kom United yfir strax á 3. mínútu og Arsenal endaði leikinn með tíu menn eftir að Jack Wilshere fékk sitt annað gula spjald.

Enski boltinn