Enski boltinn

Clattenburg dæmir ekki heldur um næstu helgi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg. Nordic Photos / Getty Images
Mark Clattenburg mun ekki dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi, ekki frekar en um síðustu helgi.

Clattenburg dæmdi viðureign Chelsea og Manchester United fyrir rúmri viku síðan og var sakaður um kynþáttaníð gagnvart John Obi Mikel, leikmann Chelsea, eftir leikinn.

Málið er til rannsóknar hjá enska knattspyrnusambandinu sem og lögreglunni í Lundúnum og mun Clattenburg funda með báðum aðilum í vikunni vegna þessa.

„Samtökin voru reiðubúin að setja Mark á leik um helgina," sagði Mike Riley, framkvæmdarstjóri dómarasamtakanna í Englandi.

„Við höfum rætt málið við Mark og við komumst að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að það þjóni hagsmunum hans best að gefa honum frí þessa vikuna svo hann geti einbeitt sér að hjálpa enska sambandinu og lögreglunni við rannsókn málsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×