Enski boltinn

City á toppinn á ný

Manchester City sigraði Arsenal 1-0 í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis og náði City þar með toppsætinu af nágrönum sínum í Man. Utd. á nýjan leik.

Enski boltinn

Man. Utd á toppinn

Manchester United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar, tímabundið a.m.k., með því að leggja Heiðar Helguson og félaga í QPR 2-0 á útivelli í bráðfjörugum hádegisleik dagsins.

Enski boltinn

Létt hjá Liverpool

Liverpool vann þægilegan 2-0 sigur á Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það tók Liverpool aðeins tvær hornspyrnur og fimmtán mínútur að gera út um leikinn gegn bitlausu liði Aston Villa.

Enski boltinn

Mancini vill fá meira frá Nasri

Roberto Mancini, stjóri Man. City, viðurkennir að vera ekki nógu ánægður með Frakkann Samir Nasri sem gekk í raðir félagsins frá Arsenal í sumar. Mancini vill fá meira fra´leikmanninum.

Enski boltinn

Svakalegur sunnudagur

Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og er óhætt að segja að erfitt verði fyrir áhugamenn um enska boltann að slíta sig frá viðtækjunum á morgun. Þá verður svokallaður þríhöfði í boði, þrír stórleikir í röð.

Enski boltinn

Petr Cech gaf Wigan stig

Chelsea náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Man. City er það sótti Wigan heim í dag. Petr Cech gerði slæm mistök undir lok leiksins og Wigan náði að jafna. Lokatölur 1-1.

Enski boltinn

Sjúkraþjálfari sem varð að knattspyrnustjóra

Nigel Adkins hefur náð afar eftirtektarverðum árangri á stuttum ferli sem knattspyrnustjóri. Í dag stýrir hann Southampton sem trónir á toppi ensku B-deildarinnar en fyrir rúmum fimm árum starfaði hann sem sjúkraþjálfari hjá Scunthorpe í C-deildinni.

Enski boltinn

Arsenal óttast ekki að missa Van Persie

Forráðamenn Arsenal segjast ekki hafa neinar áhyggjur af því að Hollendingurinn Robin van Persie yfirgefi herbúðir félagsins næsta sumar. Van Persie er samningsbundinn til 2013. Persie hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og skorað 23 mörk í öllum keppnum það sem af er vetri.

Enski boltinn

Carroll fær bónus í janúar

Andy Carroll fær tæpar 30 milljónir króna í svokallaðan tryggðarbónus eftir áramótin. Breytir engu þó svo hann hafi aðeins verið 13 sinnum í byrjunarliði Liverpool frá því hann var keyptur á 35 milljónir punda frá Newcastle.

Enski boltinn

Tevez vill semja við Boca Juniors

Sólstrandargæjinn Carlos Tevez segist vera búinn að fá nóg af endalausum ferðalögum á milli Argentínu og Evrópu og þess vegna vilji hann semja við uppeldisfélag sitt, Boca Juniors.

Enski boltinn