Enski boltinn

Eiður um Stoke: Ömurlegur tími og mjög erfiður

"Satt best að segja þá var ég aldrei í Stoke. Þannig lít ég á þetta þegar ég hugsa til baka," segir Eiður Smári um þá mánuði sem hann var á mála hjá Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins í lok félagaskiptagluggans í ágústlok í fyrra og samdi við liðið til eins árs.

Enski boltinn

Eiður sér ekki eftir að hafa valið AEK

Eitt af spútnikliðunum í ensku úrvalsdeildinni í ár er Swansea. Brendan Rodgers er stjóri liðsins og lýsti oft yfir áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen til liðs við félagið, nú síðast í sumar.

Enski boltinn

Suarez fékk átta leikja bann

Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt Luis Suarez, leikmann Liverpool, í átta leikja bann fyrir að hafa verið með kynþáttaníð í garð Patrice Evra, leikmann Manchester United, í leik liðanna fyrr í vetur.

Enski boltinn

Villas-Boas spenntur fyrir Jack Rodwell hjá Everton

Jack Rodwell, miðjumaður Everton, er á innkaupalistanum hjá Chelsea samkvæmt frétt inn á Guardian. André Villas-Boas, stjóri Chelsea, er spenntur fyrir þessum tvítuga strák sem spilaði með enska 21 árs landsliðinu á Laugardalsvellinum í haust.

Enski boltinn

Mancini haggast ekkert: Tevez fer ekki á láni

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ítrekað það að það komi ekki til greina að lána Carlos Tevez í janúar. Tevez dvelur nú í Argentínu á meðan að City-menn leita af kaupanda en argentínski framherjinn hefur ekkert spilað eða æft með City síðan eftir heimsfræga neitun sína í München í lok september.

Enski boltinn

Terry ekki alvarlega meiddur

Forsvarsmenn Chelsea hafa staðfest að meiðsli John Terry séu ekki alvarleg en hann haltraði af æfingu liðsins í morgun. Terry ætti að geta spilað gegn Tottenham á fimmtudag.

Enski boltinn

Redknapp ætlar ekki að selja Pavlyuchenko

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur látið Rússann Roman Pavlyuchenko vita af því að hann fá ekki að fara frá félaginu í janúar. Pavlyuchenko kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Tottenham á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enski boltinn

Dalglish grínaðist bara með öll stangarskot liðsins í vetur

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sló bara á létta strengi þegar hann var spurður út í 17 stangar og sláarskot liðsins í fyrstu sextán leikjum tímabilsins en ekkert lið í deildinni hefur skotið jafnoft í marksúlurnar. Luis Suarez skaut bæði í slá og stöng í 2-0 sigri á Aston Villa í gær.

Enski boltinn