Enski boltinn

Manchester-liðin rífast um miða fyrir bikarleik liðanna

Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United hefur kvartað til enska knattspyrnusambandsins undan nágrönnum sínum í Manchester City vegna lítils framboðs á miðum fyrir stuðningsmenn United á bikarleik liðanna í byrjun nýja ársins.

Manchester City ætlar aðeins að bjóða stuðningsmönnum United 5,400-5,800 miða á leikinn og segja ástæðuna vera staðsetning áhorfenda og öryggi þeirra en það verður mikil spenna í Manchester-borg þegar liðin mætast í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á Etihad-vellinum 8. janúar næstkomandi.

Gestalið eiga rétt á að minnsta kosti fimmtán prósent miðanna samkvæmt reglum enska sambandsins en þetta er langt undir þeim viðmiðum. United bað í upphafi um að fá 7,170 miða.

Manchester-liðin hafa reynt að ná samkomulagi síðan að þau drógust saman 4. desember síðastliðinn en inn í deiluna kemur einnig að Manchester United er aðeins tilbúið að láta City frá 11,2 prósent af miðum verði annar leikur á Old Trafford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×