Enski boltinn

Meiðslalisti Man Utd lengist | Jones verður frá í nokkrar vikur

Sigur Manchester United gegn Arsenal í gær í ensku úrvalsdeildinni tók sinn toll en fjórir leikmenn Englandsmeistaraliðs Man Utd meiddust í 2-1 sigri liðsins á Emirates leikvanginum í London. Varnarmaðurinn Phil Jones meiddist illa á ökkla og verður hann frá í allt að fjórar vikur en liðbönd sködduðust. Enski landsliðsmaðurinn var borinn af leikvelli eftir aðeins 15 mínútur.

Enski boltinn

Öll mörkin og tilþrifin úr enska boltanum eru á Vísi

Spennan í ensku úrvalsdeildinni er gríðarleg og tveir íslenskir leikmenn náðu að skora mark um helgina fyrir lið sín. Grétar Rafn Steinsson skoraði í 3-1 sigri Bolton gegn Liverpool, og Heiðar Helguson skoraði fyrir QPR í 3-1 sigri gegn Wigan. Þeir sem að misstu af enska boltanum á Stöð 2 sport um helgina þurfa ekki að örvænta því öll mörkin eru aðgengileg á Vísi.

Enski boltinn

Wenger: Ég þarf ekki að réttlæta hverja einustu ákvörðun

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki þurfa að réttlæta ákvörðun sína um að skipta Alex Oxlade-Chamberlain af velli fyrir Rússann Andrei Arshavin í 2-1 tapi gegn Manchester United í gær. Skipting vakti hörð viðbrögð meðal fjölmargra stuðningsmanna Lundúnarliðsins og virtist fyrirliðinn Robin van Persie bæði undrandi og ósáttur við skiptinguna.

Enski boltinn

Redknapp: Balotelli átti að fá rautt spjald

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, var allt annað en sáttur eftir tapið gegn Manchester City í dag. Redknapp var brjálaður yfir því að Mario Balotelli hafi ekki fengið rautt spjald fyrir að sparka í höfuðið á Scott Parker þegar leikmaðurinn lá í grasinu.

Enski boltinn

Bendtner kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Swansea

Nicklas Bendtner, leikmaður Sunderland, mun að öllum líkindum hafa brotið kinnbein í gær þegar lið hans mætti Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Sunderland vann leikinn 2-0 en Bendner þurfti að yfirgefa grasið eftir aðeins tíu mínútna leik.

Enski boltinn

Welbeck tryggði United stigin þrjú gegn Arsenal

Manchester United vann gríðarlega mikilvægan sigur, 2-1, gegn Arsenal á Emirates-vellinum í dag. Sigurmark United kom tíu mínútum fyrir leikslok og því er staðan á toppi deildarinnar eins eftir leiki dagsins. Danny Welbeck var hetja Manchester og skoraði sigurmarkið eftir frábæran undirbúning hjá Antonio Valencia.

Enski boltinn

Henry gæti misst af Manchester United leiknum

Thierry Henry meiddist á æfingu með Arsenal í vikunni og er tæpur fyrir leikinn á móti Manchester United um næstu helgi. Henry hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins með misjöfnum árangri en Arsenal tapaði þeim síðari á móti Swansea á sunnudaginn.

Enski boltinn

Eggert Gunnþór og félagar úr leik í enska bikarnum

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves duttu út úr enska bikarnum í kvöld eftir 0-1 tap á heimavelli á móti b-deildarliði Birmingham. Eggert Gunnþór var í byrjunarliðinu en sigurmark Birmingham kom eftir að Eggerti hafði verið skipt útaf vellinum.

Enski boltinn

Chelsea kaupir þrjá bræður frá Luton

Chelsea hefur gengið frá kaupum á tvíburabræðrunum tólf ára Rio og Cole auk þrettán ára bróður þeirra Jay DaSilva frá Luton Town. Fari svo að leikmennirnir spili fyrir Chelsea nær kaupverðið um milljón pundum eða sem nemur um 192 milljónum íslenskra króna.

Enski boltinn