Enski boltinn

Gylfi þakkar félögunum fyrir sendingarnar

Gylfi Þór Sigurðsson var lítillátur í viðtölum eftir 3-0 sigur Swansea City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins. Gylfi hefur þar með skorað 5 mörk í 9 leikjum fyrir velska liðið síðan að hann kom á láni frá Hoffenheim í janúar.

Enski boltinn

Rodgers ætlar að reyna að halda Gylfa hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson hefur slegið í gegn hjá velska liðinu Swansea City en hann er á láni frá þýska liðinu Hoffenheim fram á vor. Gylfi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea á Fulham í gær en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Gylfi bara búinn að skora í útileikjum

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Swansea City í ensku úrvalsdeildinni í gær en með því hjálpaði hann sínu liði að vinna þriðja leikinn í röð og komast upp í áttunda sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Rodgers um Gylfa: Okkur vantaði markaskorara af miðjunni

Brendan Rodgers, stjóri Swansea, var að sjálfsögðu ánægður með Gylfa Þór Sigurðsson sem skoraði tvö fyrstu mörk liðsins í 3-0 útisigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylgfi hefur nú skorað 5 mörk í 9 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af fjögur mörk í síðustu þremur leikjum liðsins. Swansea komst upp í áttunda sætið með þessum sigri.

Enski boltinn

Owen Coyle og Kevin Davies fóru með Muamba í sjúkrabílnum

Bikarleikur Tottenham og Bolton var flautaður af í kvöld eftir að Fabrice Muamba, leikmaður Bolton hneig niður í lok fyrri hálfleiks. Lífgunartilraunir hófust strax á vellinum og héldu áfram ú sjúkrabílnum á leið upp á spítala. Nýjustu fréttir af Bolton-menninum er að hann sé að berjast fyrir lífi sínu.

Enski boltinn

Rodgers, stjóri Swansea: Við vorum ótrúlegir

Brendan Rodgers, stjóri Swansea, var ánægður eftir 3-0 sigur liðsins á Fulham á Craven Cottage en sigurinn skilaði liðinu upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins.

Enski boltinn

Bale: Það er engin krísa hjá Tottenham

Það hefur lítið gengið hjá Gareth Bale og félögum í Tottenham að undanförnu en velski landsliðsmaðurinn er viss um að þeir geti komist aftur á sigurbraut í dag þegar liðið mætir Bolton í átta liða úrslitum enska bikarsins.

Enski boltinn

Everton og Sunderland þurfa að mætast aftur

Everton og Sunderland þurfa að spila annan leik í átta liða úrslitum enska bikarsins eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli á Goodison Park í dag. Sunderland komst yfir í upphafi leiks en Everton jafnaði fljótlega og var síðan miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Everton-mönnum tókst hinsvegar ekki að skora og Sunderland fær því annan leik á heimavelli sínum.

Enski boltinn