Enski boltinn

Tottenham tilbúið að eyða stórri upphæð í Hazard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eden Hazard.
Eden Hazard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur ýjað að því að Tottenham ætli að vera með í baráttunni um Belgann Eden Hazard sem hefur að undanförnu verið orðaður við mörg stórlið.

Eden Hazard er 21 árs gamall og spilar með franska liðinu Lille þar sem hann hefur skorað 11 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 27 leikjum í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabvili.

„Hazard er hæfileikaríkur leikmaður sem getur gert einstaka hluti. Hann er á innkaupalistanum okkar," sagði Harry Redknapp en það er talið að lið þurfi að borga 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.

„United og einhver tvö önnur félög eru á eftir honum en ég er viss um að Daniel sé tilbúinn að keppa við þau. Ef við ætlum að vera á topp fjögur þá þurfum við að gera það," sagði Redknapp og vísar þar til stjórnarformannsins Daniel Levy.

„Ég sá Hazard spila þrisvar í fyrra og hef séð hann spila nokkrum sinnum í vetur. Ég passa mig samt á því að segja ekki að hann sé besti leikmaðurinn í heimi því þá myndu Man City eða Chelsea kannski halda að þau þyrftu að kaupa hann," sagði Redknapp í smá hæðnistón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×