Enski boltinn

Vertonghen vill fara til Arsenal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jan Vertonghen í leik með Ajax.
Jan Vertonghen í leik með Ajax. Mynd./ Getty Images
Jan Vertonghen, leikmaður Ajax, hefur mikinn áhuga á því að ganga til liðs við enska knattspyrnufélagið Arsenal.

Arsene Wenger hefur áður gefið það út að hann sé reiðubúinn að greiða 10 milljónir punda fyrir þennan sterka varnarmann. Wenger telur að Vertonghen eigi eftir að smellapassa við hliðin á Thomas Vermaelen í hjarta varnarinnar en þeir leika einmitt saman í belgíska landsliðinu.

„Arsenal er magnaður klúbbur. Ef félagið kemst að samkomulagið við Ajax þá fer ég glaður til þeirra," sagði Vertonghen.

„Umboðsmaður minn veit nákvæmlega til hvaða liða mig langar að fara og Arsenal er eitt þeirra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×