Enski boltinn

Newcastle vann góðan sigur á Norwich

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Newcastle vann mikilvægan sigur, 1-0, gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Eina mark leiksins gerði Papiss Cissé fyrir Newcastle eftir aðeins tíu mínútna leik.

Newcastle hefur leikið vel á tímabilinu og er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 47 stig. Liðið á því góða möguleika á því að krækja í Evrópusæti í lok leiktíðar.

Norwich er í 13. sæti deildarinnar með 36 stig og ekkert í mikilli fallhættu þar. Liðið þarf samt sem áður að leika betur en í dag .

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×