Enski boltinn

Swansea búið að ná í sextán stig í níu leikjum síðan Gylfi kom

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson hefur heldur betur haft góð áhrifa á Swansea-liðið sem er nú komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sannfærandi 3-0 sigur á Fulham á Craven Cottage í dag. Þetta var þriðji sigur Swansea í röð og liðið hefur haldið hreinu í þeim öllum.

Gylfi kom til Swansea á láni frá þýska liðinu Hoffenheim í janúar og lék sinn fyrsta leik með liðinu í 3-2 sigri á Arsenal 15. janúar þar sem að hann lagði upp sigurmarkið. Gylfi hefur alls skoraði 5 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 9 leikjum með Swansea í ensku úrvalsdeildinni.

Swansea hefur unnið fimm af þessum níu leikjum síðan Gylfi kom og hefur alls náð í sextán stig í þeim eða 1,8 að meðaltali í leik. Swansea fékk 23 stig í 20 leikjum fyrir komu Gylfa eða 1,1 að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×