Enski boltinn

Ashley Young: Spennandi fyrir mig að fá að taka þátt í titilbaráttu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Young fagnar með félögum sínum í liði Manchester United.
Ashley Young fagnar með félögum sínum í liði Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ashley Young er á sínu fyrsta tímabili með Manchester United og fagnar því að fá að kynnast því að vera í titilbaráttu. Hann fékk ekki að kyntast því með Aston Villa undanfarin ár. Manchester United heimsækir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag og getur náð fjögurra stiga forystu með sigri.

„Ég nýt hverrar mínútu. Þú ferð að hugsa eins og sigurvegari um leið og þú skrifar undir hjá félagi eins og United," sagði Ashley Young. Hann hefur leikið vel á sínu fyrsta tímabili á Old Trafford.

„Við höfum ætlar okkur að vinna allar keppnir sem við tökum þátt í og þetta eru mjög spennandi tímar fyrir mig," sagði Young en hann hefur skorað tvö mörk og gefið þrjár stoðsendingar í síðustu þremur deildarleikjum United sem allir hafa unnist.

„Ég sagði það frá fyrsta degi að ef félag eins og Manchester United bankar á dyrnar hjá þér þá þarf maður ekki að hugsa sig tvisvar um," sagði Young.

„Þetta varð jafnvel enn meira spennandi á síðasta sunnudag þegar við komust upp í toppsætið. Við eigum núna tíu leiki eftir og einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við höfum gert það hingað til í vetur og vonandi skilar það 20. titlinum," sagði Ashley Young.

„Þegar ég var hjá Aston Villa þá enduðum við þrjú ár í röð í sjötta sætinu. Hvað eftir annað áttum við möguleika á Meistaradeildarsæti en misstum það síðan á lokasprettinum. Nú eru breyttir tímar og það er mikilvægt fyrir mig að vinna titla. Ég hef tækifæri til þess hjá United," sagði Young.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×