Enski boltinn

John O'Shea: Við vorum örugglega ánægðara liðið í leikslok

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John O'Shea.
John O'Shea. Mynd/Nordic Photos/Getty
John O'Shea, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi fyrirliði Sunderland, var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli á móti Everton í enska bikarnum á Goodison Park í dag. Sunderland komst yfir í leiknum en átti vök að verjast í seinni hálfleiknum.

„Við vorum örugglega ánægðara liðið í leikslok. Við erum sáttir að fá annan leik á Leikvangi Ljóssins en það verður ekki auðveldur leikur þótt að við séum á heimavelli," sagði John O'Shea.John O'Shea var heppinn að fá ekki á sig vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar boltinn fór greinilega í hendi hans innan vítateigs.

Martin O'Neill, stjóri Sunderland hrósaði markverði sínum Simon Mignolet. „Ég tel að við eigum skilið að vera áfram í bikarnum. Þetta voru frábærar markvörslur hjá Mignolet í lokin. Við byrjuðum vel en jöfnunarmarkið setti okkur út af laginu. Eftir það gat leikurinn fallið báðum megin. Þetta verður líka mjög jafnt í seinni leiknum," sagði Martin O'Neill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×