Enski boltinn

Aron Einar og félagar gerðu jafntefli við Burnley

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Cardiff og Burnley gerðu markalaust jafntefli í ensku Championhip deildinni í dag og komst leikurinn aldrei á flug.

Cardiff er í áttunda sæti deildarinnar með 58 stig en Burnley er í því 14. Þetta teljast því nokkuð döpur úrslit fyrir Aron Einar Gunnarsson og félaga í Cardiff sem berjast fyrir sæti í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Aron Einar var í byrjunarliði Cardiff í dag en var tekinn af velli nokkrum mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×