Enski boltinn

Manchester United valtaði yfir Wolves

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United valtaði yfir Wolves, 5-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Molineux, heimavelli Wolves.

Manchester United byrjaði leikinn mikið mun betur og tók strax völdin á vellinum.

Jonny Evans kom gestunum yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik með skoti af stuttu færi. Fimm mínútum fyrir leikhlé fékk Ronald Zubar, leikmaður Wolves, sitt annað gula spjald og því fór hann snemma í sturtu.

Þetta bætti aðeins gráu ofan á svart og Englandsmeistararnir bættu við tveimur mörkum fyrir hálfleik. Antonio Valencia og Danny Welbeck gerðu þá sitt markið hvor.

Javier Hernández gerði síðan tvö mörk í síðari hálfleiknum og Úlfarnir áttu aldrei möguleika í þessum.

Manchester United er komið með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar með 70 stig en Manchester City á einn leik til góða í öðru sætinu. Wolves er komið í neðsta sætið með 22 stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×