Enski boltinn

Chicharito afgreiddi Aston Villa

Javier Hernandez var hetja Manchester United en hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri á Aston Villa eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Villa komst 2-0 yfir í leiknum.

Enski boltinn

Di Matteo: Liverpool-grýla í herbúðum Chelsea

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, viðurkennir að Liverpool-grýla sé búin að koma sér fyrir á Stamford Bridge en liðin mætast einmitt í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það gerði ítalski stjórinn á blaðamannafundi fyrir leikinn enda talar tölfræðin sínu máli.

Enski boltinn

Mata aftur nógu góður fyrir spænska landsliðið

Juan Mata hefur farið á kostum með Chelsea-liðinu á þessu tímabili en missti engu að síður sæti sitt í spænska landsliðinu í haust. Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, valdi hann hinsvegar aftur í landsliðshóp sinn fyrir æfingaleik á móti Panama í næstu viku.

Enski boltinn

Eggert lánaður til Charlton í 28 daga

Íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson mun spila með Charlton næstu 28 daga eftir að lið hans Wolverhampton Wanderers ákvað að lána hann til Lundúnafélagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Charlton. SkySports segir að um neyðarlán sé að ræða.

Enski boltinn

Kaupin á Leeds að ganga í gegn

Samkvæmt fréttavef BBC er stutt í að gengið verið frá yfirtöku á enska B-deildarliðinu Leeds United. Hópur fjárfesta frá miðausturlöndum er sagður vera kaupandinn.

Enski boltinn

Gerrard og Suarez fóru ekki með til Moskvu

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, og Luis Suarez, markahæsti leikmaður Liverpool, verða fjarri góðu gamni þegar liðið mætir Anzhi Makhachkala í Evrópudeildinni á morgun. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ákvað að leyfa þeim að vera eftir í Bítlaborginni og sleppa við langt ferðalag til Moskvu.

Enski boltinn

Apamaðurinn settur í bann hjá Chelsea

Chelsea hefur ákveðið að meina Gavin Kirkham, 28 ára gömlum stuðningsmanni Chelsea, frá því að mæta á fleiri heimaleiki liðsins á meðan að lögreglan rannsakar athæfi hans á leik Chelsea og Manchester United í enska deildabikarnum.

Enski boltinn