Enski boltinn

Adkins óttast ekki að missa starfið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nigel Adkins, stjóri Southampton, óttast ekki að hann verði látinn taka poka sinn vegna slæms gengis liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Southampton er nýliði í deildinni og situr í neðsta sæti deildarinnar að tíu umferðum loknum með aðeins fjögur stig. Hann fundaði með stjórnarformaninnum Nicola Cortese í vikunni.

„Starfið mitt hangir ekki á næsta leik eða leikjum. Stjórnarformaðurinn vill að ég verði áfram stjóri Southampton," sagði Adkins við enska fjölmiðla.

„Samband okkar er mjög gott og skiptir það miklu máli, eins og í öllum knattspyrnufélögum. Það verður alltaf gerð krafa um árangur enda er ég viðbúinn því. Ég elska það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×