Sport

Niki Lauda: Refsa á Renault fyrir svindl

Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu.

Formúla 1

Neill að ganga í raðir Everton

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er varnarmaðurinn Lucas Neill loksins að fara að ná lendingu í sínum málum en hann hefur verið án félags síðan samningur hans við West Ham rann út í byrjun sumars.

Enski boltinn

Wenger ánægður með Eduardo

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með Króatíumanninn Eduardo sem skoraði sigurmark Arsenal gegn Standard Liege í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Carragher: Við vorum ekki góðir

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, sagði að sínir menn hafði ekki spilað neitt sérstaklega vel þegar að liðið vann 1-0 sigur á ungverska liðinu Debrecen í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Zlatan: Barca var betra

Zlatan Ibrahimovic sagði eftir leik Barcelona og Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld að Börsungar hafi verið betri aðilinn í leiknum sem lauk með markalausu jafntefli.

Fótbolti

Fyrsta tap Newcastle

Newcastle tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Liðið tapaði fyrir Blackpool á útivelli, 2-1.

Enski boltinn

Þóra aftur í markið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Eistlandi í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli annað kvöld.

Fótbolti

Fámennur stuðningsmannahópur Barca á San Siro

Samkvæmt heimildum ítalska dagblaðsins La Repubblica mun Barcelona ekki fá mikinn stuðning á San Siro-leikvanginum í kvöld þegar liðið mætir Inter í Meistaradeildinni því aðeins um 400 stuðningsmenn Börsunga munu hafa lagt á sig ferðalagið til Mílanóborgar.

Fótbolti

Umfjöllun: Meistaravon KR lifir eftir sigur á Blikum

KR-ingar minnkuðu forskot FH-inga aftur í fimm stig eftir að liðið vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogsvellinum í 20. umferð Pespi-deildar karla í dag. Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk KR-liðsins. Allt annað en KR-sigur hefði gert FH að Íslandsmeisturum.

Íslenski boltinn

Renault rak framkvæmdarstjórann vegna svindlmáls

Flavio Briatore hefur verið rekinn frá Formúlu 1 liði Renault ásamt tæknistjóra liðsins, Pat Symonds. Renault sendi tilkynningu þess efnis í dag, en báðir hafa verið yfirmenn keppnisliðsins í fjölda ára og Briatore er góður vinur Fernando Alonso, sem er aðalökumaður liðsins.

Formúla 1

Kvennalið Grindavikur fær sér hávaxna skyttu

Grindavík hefur líkt og fleiri lið í Iceland Express deild kvenna í vetur ráðið sér bandaríska leikmann fyrir átök vetrarins. Grindavík var eitt af fáum liðum deildarinnar sem var ekki með kana á síðasta tímabili en nú var ákveðið að styrkja liðið.

Körfubolti

Anelka: Við söknuðum Drogba á móti Porto

Nicolas Anelka er á því að fjarvera Didier Drogba hafi verið ein aðalskýringin á bitleysi sóknarleiks Chelsea á móti Porto í Meistaradeildinni í gær. Chelsea vann leikinn 1-0 og skoraði Anelka sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks.

Fótbolti

Peter Kenyon að hætta sem stjórnarformaður Chelsea

Peter Kenyon mun hætta sem stjórnarformaður Chelsea 31. október samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu í dag. Kenyon hefur starfað hjá Chelsea í fimm og hálft ár en hann mun ekki yfirgefa félagið alveg heldur sinna áfram ýmsum öðrum störfum hjá félaginu eins og að kom fram fyrir hönd þess hjá UEFA.

Enski boltinn