Íslenski boltinn

Grétar: Búinn að skora í fjórum leikjum í röð á móti Blikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR. Mynd/Pjetur

Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, innsiglaði 2-0 sigur á Breiðabliki með góðu skallamarki en þökk sé þessum þremur stigum á KR enn von að vinna Íslandsmeistaratitlinum.

„Ég er ánægður með að skora en þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem að ég skora á móti Breiðabliki," sagði Grétar og bætti við:

„Þetta var kærkominn sigur eftir bikarleikinn á laugardaginn. þetta var líka flottur sigur hjá okkur, við sýndum karakter og börðumst allan tímann. Ég var gríðarlega ánægður með þetta en við hefðum mögulega átt að skora meira," sagði Grétar eftir leikinn.

„Völlurinn var gríðarlega laus í sér og þetta var svolítið erfitt á tímabili.Þeir eru með snögga og unga stráka og það er gríðarlega erfitt að spila á móti þeim. Við erum með reynslu og mér fannst við gera þetta gríðarlega vel þrátt fyrir nokkur smámistök. Heilt yfir fannst mér þetta vera gríðarlega sanngjarnt," sagði Grétar eftir leikinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×