Fótbolti

Þóra aftur í markið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þóra B. Helgadóttir.
Þóra B. Helgadóttir. Mynd/Hörður

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Eistlandi í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli annað kvöld.

Þóra B. Helgadóttir markvörður endurheimtir sæti sitt í byrjunarliðinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki íslenska liðsins í lokaleik liðsins á EM í Finnlandi.

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir er fjarverandi vegna meiðsla og tekur Erna Björk Sigurðardóttir hennar stöðu í vörninni. Sif Atladóttir kemur því inn í byrjunarliðið sem hægri bakvörður í stað Ernu Bjarkar.

Miðjumennirnir Katrín Ómarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir eru báðar fjarverandi og verður því Dóra María Lárusdóttir á miðjunni með þeim Eddu Garðarsdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur.

Rakel Hönnudóttir leikur þá á hægri kantinum í stað Dóru Maríu.

Byrjunarliðið:

Markvörður:

Þóra B. Helgadóttir

Vörn:

Sif Atladóttir

Erna B. Sigurðardóttir

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Ólína G. Viðarsdóttir

Miðja:

Edda Garðarsdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir

Dóra María Lárusdóttir

Sókn:

Rakel Hönnudóttir

Hólmfríður Magnúsdóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×