Íslenski boltinn

Gunnar Örn: Við höldum áfram á meðan það er von

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Örn Jónsson skoraði fyrra mark KR í dag.
Gunnar Örn Jónsson skoraði fyrra mark KR í dag. Mynd/Valli

„Við höldum áfram á meðan það er von," sagði KR-ingurinn Gunnar Örn Jónsson eftir 2-0 sigur liðsins á hans gömlu félögum í Breiðabliki í Kópavogi í dag. Gunnar Örn kom KR yfir í leiknum rétt fyrir hálfleik með þrumuskoti.

„Það er alltaf gaman að skora. Ég negli bara þegar ég hef tíma og sé markið. Það var blautt úti þannig að það var um aðgera að skjóta á markið," sagði Gunnar Örn sem var ekki mikið að hlusta á það þegar það var púað og kallað á hann úr stúkunni.

„Það er gott að geta svarað þessum Blikum í stúkunni en ég heyrði samt ekki neitt. Ég heyrði bara eitthvað bull og það var ekki að trufla mig," sagði Gunnar Örn sem tekur Blika vera sterkari en Fram sem sló KR út úr bikarnum á laugardaginn.

„Ég tel að þetta vera mun betra lið en Fram þótt að við höfum unnið þá. Þeir bakka ekki eins mikið og Framarar og það er skemmtilegra að spila á móti Blikum," sagði Gunnar Örn sem segir KR-liðið einbeitt að klára mótið þótt að titilinn blasi enn við FH-ingum.

„Við höldum áfram með það er möguleiki og gefumst ekki upp strax þótt að það sé mjög líklegt að FH taki þetta. Það getur samt allt gerst, við hugsum bara um okkur og sjáum til," sagði Gunnar Örn að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×