Sport

Arnór og félagar stríddu Kiel-liðinu en héldu ekki út

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 29-23 sigur á danska liðinu FCK Handbold fyrir framan troðfulla höll í Kiel. Kiel vann fyrri leikinn 33-31 og þar með einvígið samanlagt með átta mörkum.

Handbolti

Robbie Keane tryggði Celtic 1-0 sigur

Robbie Keane skoraði eina markið leiksins úr vítaspyrnu þegar Celtic vann 1-0 sigur á Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en með því minnkaði liðið forskot Rangers í 10 stig.

Fótbolti

Vettel hamingjusamur með stigin

Red Bull ökumaðurinn Sebastian Vettel vann sitt fyrsta Formúlu 1 mót í dag, eftir að hafa skákað liðsfélaganum í fyrstu beygju og þurfti Mark Webber því að sjá á eftir mögulegum sigri til Vettels.

Formúla 1

Rhein-Neckar Löwen komið áfram í Meistaradeildinni

Rhein-Neckar Löwen tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 37-33 sigri á spænska liðinu Pevafersa Valladolid á heimavelli sínum í dag. Rhein-Neckar Löwen vann fyrri leikinn 30-29 á Spáni og því samanlagt með fimm marka mun.

Handbolti

Duke og Butler mætast í úrslitaleiknum í NCAA-deildinni

Duke og Butler tryggðu sér sæti í úrslitaleik NCAA háskólaboltans í nótt en þá fóru fram undanúrslitaleikirnir í fram í Lucas Oil-leikvanginum í Indianapolis í Indiana. Butler er komið í fyrsta sinn í úrslitaleikinn eftir 52-50 sigur á Michigan State en Duke vann sannfærandi 78-57 sigur á West Virginia og er komið í úrslitaleikinn í tíunda sinn.

Körfubolti

NBA: Oklahoma City vann Dallas og tryggði sig inn í úrslitakeppnina

Ungu strákarnir í Oklahoma City Thunder hafa vakið mikla hrifningu fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni í vetur og í nótt tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni með 121-116 útisigri á Dallas Mavericks. Oklahoma City er þegar búið að tvöfalda sigra sína frá því á síðasta tímabili þegar liðið vann aðeins 23 leiki.

Körfubolti

Sebastian Vettel vann malaíska kappaksturinn - tvöfalt hjá Red Bull

Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun.

Formúla 1