Enski boltinn

Carragher fær nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Carragher í leik með Liverpool.
Jamie Carragher í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Jamie Carragher á von á því að hann muni skrifa undir nýjan samning við Liverpool á næstu dögum.

Carragher er 32 ára gamall en Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir að það sé eitt af forgangsatriðum sínum að tryggja að Carragher verði áfram í herbúðum félagsins.

„Ég hef rætt við framkvæmdarstjórann, Christian Purslow, um nýja samninginn og ég er viss um að það verði fljótlega gengið frá þessu," sagði Carragher við enska fjölmiðla.

„Það mikilvægasta var að félagið kláraði sín leikmannakaup áður en félagaskiptaglugginn lokaði. Nú er það frágengið og ég er viss um að þetta verði afgreitt á næstu tveimur vikum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×