Enski boltinn

Carragher: Við getum alveg barist um titla

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Jamie Carragher segir að það verði mjög erfitt fyrir Liverpool að berjast um titla á tímabilinu, en það sé þó vel mögulegt.

Liverpool lauk keppni í sjöunda sæti á síðasta tímabili og skipti um stjóra í sumar. Félagið græddi meira en það eyddi í sumar sem margir vilja meina að sé merki um að peningakrísan sligi klúbbinn mun meira en eigendur félagsins vilja láta í ljós.

Liverpool hefur þegar tapað einum leik á tímabilinu, gegn Manchester City, en unnið einn og gert eitt jafntefli.

"Fólk er að segja að þú hafir gert hitt og þetta fyrir félagið en ekki unnið titil í fjögur ár. Það er farið að pirra mig," sagði Carragher.

"Ég vil svo sannarlega ekki fara í gegnum næstu tvö ár titlalaus áður en ég hætti. Ég sé enga ástæðu fyrir því af hverju við getum ekki unnið titil núna eða á næsta tímabili."

"Sá sem ég hef ekki unnið er enski meistaratitillinn og það verður mjög erfitt núna. En ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta gert atlögu og einnig kíkt á Wembley í einhvern úrslitaleik," sagði Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×