Fótbolti

Benayoun með þrennu fyrir Ísrael

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í gær. Benayoun er lengst til vinstri.
Úr leiknum í gær. Benayoun er lengst til vinstri. Nordic Photos / AFP

Fjölmargir leikir fara fram í undankeppni EM 2012 í dag en í gærkvöldi var tekið forskot á sæluna þegar að Ísrael og Malta mættust í F-riðli.

Ísrael vann leikinn, 3-1, og skoraði Yossi Benayoun, leikmaður Chelsea, öll þrjú mörk Ísraelsmanna.

Tveir leikir fara fram í riðlinum í dag. Lettland tekur á móti Króatíu og Grikkir mæta Georgíumönnum á heimavelli.

Þetta var þó ekki fyrsti leikurinn í undankeppni EM 2012. Í síðasta mánuði áttust við Eistland og Færeyjar í C-riðli.

Í þeim leik komust gestirnir frá Færeyjum yfir í fyrri hálfleik en Eistlendingar fögnuðu afar naumum sigri að lokum með tveimur mörkum í uppbótartíma leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×