Vettel: Ýmist talinn frábær eða bjáni 3. september 2010 13:03 Sebastian Vettel ekur með Red Bull. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel telur að hann eigi eftir að vaxa frá atviki sem varð í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi. Þá keyrði hann meistarann Jenson Button út úr brautinni, þegar hann reyndi framúrakstur. Í frétt á autosport.com er greint frá samtali við Vettel í þýska blaðinu Auto Bil Motorsport. "Fórmúla 1 er stórkostleg. Ef allt gengur vel, þá er maður frábæri. Ef maður gerir mistök og fólk veit ekki ástæðuna fyrir þeim, þá er maður fljótur að vera talinn bjáni. Það sem er mest um vert, er að ég viti sannleikann sjálfur", sagði Vettel í umfjöllun þýska blaðsins. "Ég sofnaði á verðinum fyrir aftan öryggisbílinn í Ungverjalandi og gerði mistök og í Spa gerði ég líka mistök þegar ég snerist við framúrakstur á Button. En ég er nógu opinn og heiðarlegur til að viðurkenna það." "Ég er ekki stoltur af þessu, en þessu verður ekki breytt og ég verð bar að gæta þess að gera þetta ekki aftur. Mistök gera mann að betri ökumanni." Þrátt fyrir ágjöf innan og utan brautar á árinu og sú staðreynd að Vettel hefur tapað af mörgum stigum að undanförnu, þá telur Vettel að hann eigi möguleika á titlinum. "Við erum lið og þó við höfum lent í vandamálum, þá höfum við landað stigum. Ekki vegna heppni, heldur vegna þess að samspilið er sterkt. Ég hef ekki ahyggjur af sjálfum mér. Ég veit hve góðir við erum og ég mun landa titlinum á árinu. Það hefur ekki allt gengið samkvæmt bókinni, en ég er samt 31 stigi á eftir", sagði Vettel og gat þess að hann myndi sækja hratt á þeim sem er á undan honum í stigamótinu sem stendur. Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel telur að hann eigi eftir að vaxa frá atviki sem varð í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi. Þá keyrði hann meistarann Jenson Button út úr brautinni, þegar hann reyndi framúrakstur. Í frétt á autosport.com er greint frá samtali við Vettel í þýska blaðinu Auto Bil Motorsport. "Fórmúla 1 er stórkostleg. Ef allt gengur vel, þá er maður frábæri. Ef maður gerir mistök og fólk veit ekki ástæðuna fyrir þeim, þá er maður fljótur að vera talinn bjáni. Það sem er mest um vert, er að ég viti sannleikann sjálfur", sagði Vettel í umfjöllun þýska blaðsins. "Ég sofnaði á verðinum fyrir aftan öryggisbílinn í Ungverjalandi og gerði mistök og í Spa gerði ég líka mistök þegar ég snerist við framúrakstur á Button. En ég er nógu opinn og heiðarlegur til að viðurkenna það." "Ég er ekki stoltur af þessu, en þessu verður ekki breytt og ég verð bar að gæta þess að gera þetta ekki aftur. Mistök gera mann að betri ökumanni." Þrátt fyrir ágjöf innan og utan brautar á árinu og sú staðreynd að Vettel hefur tapað af mörgum stigum að undanförnu, þá telur Vettel að hann eigi möguleika á titlinum. "Við erum lið og þó við höfum lent í vandamálum, þá höfum við landað stigum. Ekki vegna heppni, heldur vegna þess að samspilið er sterkt. Ég hef ekki ahyggjur af sjálfum mér. Ég veit hve góðir við erum og ég mun landa titlinum á árinu. Það hefur ekki allt gengið samkvæmt bókinni, en ég er samt 31 stigi á eftir", sagði Vettel og gat þess að hann myndi sækja hratt á þeim sem er á undan honum í stigamótinu sem stendur.
Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira