Enski boltinn

Donadoni og Houllier orðaðir við Aston Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Donadoni.
Roberto Donadoni. Nordic Photos / AFP

Roberto Donadoni, fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu, er sagður hafa sótt um stjórastarfið hjá Aston Villa.

Martin O'Neill, hætti skyndilega hjá Villa skömmu áður en tímabilið hófst í Englandi og hafa nokkrir verið orðaðir við stöðuna, til að mynda Alan Curbishley.

Donadoni þjálfaði síðast Napoli í heimalandinu en hætti í október síðastliðnum. Hann er sagður spenntur fyrir því að starfa í Englandi.

Enska blaðið The Guardian segir vel komi til greina að ráða Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool, sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu og að hann starfi þá við hlið Kevin MacDonald sem tók tímabundið við stjórn Villa eftir að O'Neill hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×