Fótbolti

John Arnur Riiseson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Arne Riise hress á landsliðsæfingu í vikunni.
John Arne Riise hress á landsliðsæfingu í vikunni. Nordic Photos / AFP

Stórstjörnur norska landsliðsins eru duglegar að skrifa bloggfærslur fyrir aðdáendur sína heima í Noregi.

John Arne Riise og Morten Gamst Pedersen halda báðir út bloggsíðu þar sem þeir segja frá hótellífnu á Íslandi og undirbúningnum fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld.

Sá fyrrnefndi hefur til að mynda útfært nafn sitt á íslensku og kallaði sig John Arnur Riiseson í nýjustu færslunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×