Fótbolti

Xavi býst við erfiðum leik gegn Liechtenstein

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Heimsmeistarar Spánverja eiga ekkert sérstaklega erfiðan leik fyrir höndum í undankeppni EM en Spánn mætir Liechtenstein í opnunarleik sínum í keppninni á morgun.

Spánverjar virðast þó ekki líta niður á smáríkið og mæta til leiks með virðingu fyrir mótherjanum.

"Þetta verður alls ekkert auðveldur leikur. Það er allt jafnt er liðin ganga til leiks. Við vitum að vissulega ættum við að vera mikið betra en það þarf að hafa fyrir hlutunum," sagði miðjumaðurinn Xavi.

"Spánn hefur alltaf borið virðingu fyrir andstæðingum sínum og við reynum einnig að leggja okkur alla fram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×