Enski boltinn

Capello: Var guð en er nú skrímsli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, gerir sér fulla grein fyrir því að hann eigi verk að vinna til að endurheimta traust stuðningsmanna enska landsliðsins.

Hann sagði í gær að litið hefði verið á hann sem guð eftir gott gengi enska landsliðsins í undankeppni HM 2010 en að hann hafi verið gerður að skrímsli eftir slæmt gengi í Suður-Afríku í sumar.

„Þið skapið guðinn og þið skapið skrímslið. Þið hafið skapað skrímsli," sagði hann á blaðamannafundi enska landsliðsins í gær. England mætir Búlgaríu í undankeppni EM 2012 í kvöld.

„Við töpuðum einum leik á HM, fyrir Þýskalandi, eftir ein stór mistök hjá dómaranum. Það er enginn sem man eftir því," sagði hann. „Það var mikið sagt og skrifað eftir það og álitið á mér breyttist. En ég get lifað með þessu og þetta er ekkert vandamál hvað mig varðar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×