Fótbolti

Njósnaði Rúnar um norska landsliðið?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, með Pétri Péturssyni sem er bæði aðstoðarþjálfari KR og íslenska landsliðsins.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, með Pétri Péturssyni sem er bæði aðstoðarþjálfari KR og íslenska landsliðsins.

Norskir fjölmiðlar halda því fram að Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hafi njósnað um norska landsliðið fyrir Ólaf Jóhannsson landsliðsþjálfara á lokaðri æfingu í gær.

Þetta kom fram í frétt norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í gær.

Norska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í gær og var æfingin lokuð, fyrir utan fyrstu 20 mínúturnar.

Samkvæmt fréttinni mun Rúnar Kristinsson hafa fylgst með æfingunni í útsendingarhólfi Rúv í stúkunni þar sem einnig var búið að koma fyrir upptökuvél.

„Ég sá til liðsins," sagði Rúnar brosandi í samtali við TV2 í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×