Fótbolti

Gerrard: Það er pressa á okkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Enski landsliðsmaðurinn Steven Gerrard viðurkennir að það verði talsverð pressa á enska landsliðinu annað kvöld er það mætir Búlgörum í undankeppni EM.

"Leikmennirnir sem og þjálfarinn eru meðvitaðir um að það er pressa núna. Það er eðlilegt miðað við hvernig okkur gekk á HM," sagði Gerrard.

"Það myndi létta mikilli pressu af okkur ef við gætum náð jákvæðum leik og fengið þrjú stig. Þá verður væntanlega léttara andrúmsloft í leiknum gegn Sviss eftir helgi."

Miðjumaðurinn vonast eftir því að enska landsliðið fari að spila sama bolta og það gerði í undankeppni HM.

"Þá vorum við að spila flottan sóknarbolta. Ef við spilum sama bolta núna þá munum við komast upp úr þessum riðli með stæl."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×