Fótbolti

Wenger óskaði Teiti til hamingju

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Teitur Þórðarson.
Teitur Þórðarson.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sendi Teiti Þórðarsyni góðar kveðjur og óskaði honum til hamingju með nýja samninginn hjá Vancouver Whitecaps.

Skilaboðin voru tekin upp á myndband og spiluð á blaðamannafundi Whitecaps í gær þegar tilkynnt var að Teitur yrði þjálfari liðsins á fyrsta ári þess í bandarísku MLS-atvinnumannadeildinni.

Wenger og Teitur þekkjast frá fornu fari en Wenger var einn aðstoðarþjálfara Cannes í Frakklandi þegar Teitur spilaði með liðinu snemma á níunda áratug síðustu aldar.

Teitur hefur verið þjálfari Whitecaps frá 2007 en liðið mun þreyta frumraun sína í MLS-deildinni á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×