Enski boltinn

Zlatan hafnaði City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Nordic Photos / AFP

Zlatan Ibrahimovic segir hann hafi hafnað tækifæri til að ganga til liðs við Manchester City nú í sumar.

Ibrahimovic var á dögunum lánaður til AC Milan á Ítalíu frá Barcelona eftir að hafa verið á Spáni í eitt ár.

En hann ákvað að fara ekki til City þar sem að hann taldi að félagið væri ekki tilbúið að keppast um Englandsmeistaratitilinn.

„City þarf að keppa við Manchester United, Chelsea og Arsenal en það tók mörg ár að byggja þessi lið upp," sagði hann. „City er enn framtíðarlið. Ég ákvað að fara til Milan því það getur nú þegar keppt um titla. City getur beðið eftir framtíðinni en það get ég ekki."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×