Sport

Umfjöllun: Frábær endurkoma hjá strákunum okkar

Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar.

Handbolti

Tíu menn Juventus héldu ekki út á móti Inter

Inter Milan vann 2-0 sigur á Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og komust þar með aftur á topp deildarinnar. Inter hefur nú tveimur stigum meira en Roma sem á leik inni um helgina en Roma tók toppsætið af Inter í síðustu umferð.

Fótbolti

Rífandi gangur í miðasölu HM

Það hefur verið brjálaður gangur í miðasölu heimsmeistaramótsins eftir að farið var að selja miða í kjörbúðum í Suður-Afríku. Langar biðraðir mynduðust þegar sala hófst og yfir 100 þúsund miðar rifnir úr hillunum.

Fótbolti

Tuttugasti leikur ríkjandi heimsmeistara í Höllinni

Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu fá verðugt verkefni í kvöld þegar þeir mæta Heims- Ólympíu og Evrópumeisturum Frakka í Laugardalshöllinni. Það er uppselt á leikinn sem hefst klukkan 20.15 og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Handbolti

Ashley Cole á tréverkinu á morgun

Ashley Cole, vinstri bakvörður Chelsea, verður á bekknum á morgun þegar liðið leikur gegn Tottenham. Cole hefur ekki leikið síðan hann ökklabrotnaði í 2-1 tapi gegn Everton í febrúar.

Enski boltinn

Kranjcar kominn í sumarfrí

Niko Kranjcar, miðjumaður Tottenham, er meiddur á ökkla og spilar ekki meira á tímabilinu. Kranjcar meiddist í tapi liðsins gegn Portsmouth í undanúrslitum bikarsins.

Enski boltinn

Enginn skorað meira en Sigurður í svona leik í tólf ár

Sigurður Þorvaldsson fór á kostum í sigri Snæfells á KR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deild karla í DHl-höllinni í gær. Sigurður skoraði 28 stig í leiknum sem er það mesta sem Íslendingur hefur skorað í oddaleik um sæti í lokaúrslitum síðan árið 1998.

Körfubolti

Jakob valinn leikmaður ársins á Eurobasket-síðunni

Jakob Örn Sigurðarson fékk stóra viðurkenningu á Eurobasket-körfuboltasíðunni þegar hann var valinn leikmaður ársins í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en auk þess var Jakob valin besti Evrópuleikmaður deildarinnar og besti bakvörður ársins.

Körfubolti

Bandaríkjamaður tekur við KFÍ

Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar hefur samið við bandaríska þjálfarann Bob Jerome Aldridge um að taka við þjálfun liðsins. KFÍ vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Körfubolti

Vermaelen ekki meira með á tímabilinu

Belgíski varnarmaðurinn Thomas Vermaelen hefur heldur betur slegið í gegn hjá Arsenal í vetur. Hann hefur sýnt öflugan varnarleik ásamt því að vera iðinn við kolann upp við mark andstæðingana.

Enski boltinn

Capello og Rooney á óskalista Real Madrid

The Sun þykist hafa heimildir fyrir því að spænska félagið Real Madrid vilji fá Fabio Capello til að taka við liðinu á nýjan leik. Þá sé það að undirbúa risatilboð í Wayne Rooney, sóknarmann Manchester United.

Enski boltinn

Snæfellingar sendu meistarana í sumarfrí - myndasyrpa

Snæfellingar unnu í gær þriðja leikinn í röð í DHL-höll þeirra KR-inga og tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á móti Keflavík. Snæfell var nærri búið að missa niður 20 stiga forustu í lokaleikhlutanum en hélt út og fagnaði sigri.

Körfubolti

McLaren í forystu á æfingum

McLaren liðið er til alls líklegt á Sjanghæ brautinn í Kína um helgina, en ökumenn liðsins náðu besta tíma á báðum æfingum í nótt. Lewis Hamiton náði besta tíma yfir heildina á æfingunum tveimur.

Formúla 1