Enski boltinn

Ian Holloway, stjóri Blackpool: Ég er að springa úr stolti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ian Holloway, stjóri Blackpool, fagnar hér í dag.
Ian Holloway, stjóri Blackpool, fagnar hér í dag. Mynd/GettyImages
Nýliðar Blackpool héldu áfram að koma á óvart í ensku úrvalsdeildinni í dag með því að vinna 2-0 sigur á Newcastle á St. James Park. Blackpool-ævintýrið ætlar því að halda eitthvað áfram en liðið er að spila í efstu deild í fyrsta sinn í 39 ár.

„Við höfðum heppnina með okkur þar sem Matt Gilks varði nokkrum sinnum frábærlega en kaflar í leiknum er það besta sem ég hef séð frá mínum strákum," sagði Ian Holloway, stjóri Blackpool.

„Þeir halda áfram að koma mér á óvart með hungri sínu og ástríðu. Ég er að springa úr stolti þessa stundina," sagði Holloway.

Blackpool er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar stigi á eftir Manchester United og með tveimur stigum meira en Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×