Enski boltinn

Roberto Mancini: Óheppnin eltir okkur þessa dagana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/GettyImages
Roberto Mancini, stjóri Manchester City var niðurdreginn eftir 1-1 jafntefli á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu.

„Óheppnin eltir okkur þessa dagana. Við erum án sex mikilvægra leikmanna og við fengum 25 færi til að skora í þessum leik," sagði Roberto Mancini, stjóri Manchester City.

„Við verðum að halda áfram að vinna vel eins og við höfum gert. Það spiluðu allir leikmenn mínir af hundrað prósent krafti því við ætluðum að vinna leikinn," sagði Mancini sem vildi ekki gera of mikið úr marki Blackburn sem kom eftir mistök og skógarhlaup markvarðarins Joe Hart.

„Svona mörk koma í leikjum en við verðum að halda áfram að spila þótt að við fáum á okkur svona mörk," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×