Enski boltinn

Ekkert stoppar Chelsea - fullt hús og markatalan 17-1

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mickael Essien skoraði tvö fyrir Chelsea í dag.
Mickael Essien skoraði tvö fyrir Chelsea í dag. Mynd/AP
Chelsea heldur sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann 3-1 sigur á West Ham í dag. Chelsea hefur náð í tólf stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum og markatalan er 17-1 en West Ham maðurinn Scott Parker varð fyrstur til að koma boltanum í mark Chelsea á þessu tímabili þegar hann minnkaði muninn undir lok leiksins í dag.

Það gengur ekki nógu vel hjá Manchester City þessa dagana en Patrick Viera tryggði liðinu 1-1 jafntefli á útivelli á móti Blackburn eftir laglegan samleik við Carlos Tevez. Mark Blackburn kom eftir mistök og skógarferð markvarðarins Joe Hart. Manchester City hefur aðeins fengið 5 stig út út fyrstu fjórum leikjunum sínum.

Það tók Chelsea aðeins eina og hálfa mínútu aðkomast yfir á Upton Park þegar Mickael Essien skallaði inn hornspyrnu Didier Drogba. Salomon Kalou kom Chelsea síðan í 2-0 eftir einn einu vandræðalegu mistök markvarðarins Robert Green. Green missti boltann frá sér og Matthew Upson hreinsaði boltanum í Kalou og yfir Grenn og í markið. Essien innsiglaði síðan sigurinn með sínu öðru marki sjö mínútum fyrir leikslok en skömmu síðar náði Scott Parker að minnka muinnn.

Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton töpuðu í fyrsta sinn á tímabilinu þegar þeir heimsóttu Arsenal. Arsenal vann 4-1 sigur en tvö síðustu mörkin komu eftir að Gary Cahill hafði verið rekinn útaf á 63. mínútu. Francesc Fabregas átti stóran þátt í öllum mörkum Arsenal.

Tottenham náði aðeins 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion í fyrsta leik William Gallas og Rafael Van der Vaart með liðinu. Tottenham komst yfir en Chris Brunt tryggði West Brom stigið.

Asamoah Gyan skoraði í sínum fyrsta leik með Sunderland eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik. Sunderland var þá manni færri eftir að Lee Cattermole hafði fengið sitt annað rauða spjald á tímabilinu. Antolin Alcaraz tryggði Wigan hinsvegar jafntefli fimm mínútum fyrir leikslok.

Blackpool vann 2-0 sigur á Newcastle á St. James Park í uppgjöri nýliðanna sem höfðu báðir byrjað tímabilið vel. Blackpool er því áfram meðal efstu liða í deildinni.

Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Everton - Manchester United 3-3

1-0 Steven Pienaar (39.), 1-1 Darren Fletcher (43.), 1-2 Nemanja Vidic (47.), 1-3 Dimitar Berbatov (66.), 2-3 Tim Cahill (90.+1), 3-3 Mikel Arteta (90.+2).

Arsenal - Bolton 4-1

1-0 Laurent Koscielny (24.), 1-1 Johan Elmander (44.), 2-1 Marouane Chamakh (57.), 3-1 Alexandre Song (77.), 4-1 Carlos Vela (82.)



Fulham - Wolverhampton 2-1


0-1 Jelle van Damme (10.), 1-1 Moussa Dembélé (48.), Moussa Dembélé (90.+2)

Manchester City - Blackburn 1-1

0-1 Nikola Kalinic (25.), 1-1 Patrick Vieira (55.)

Newcastle - Blackpool 0-2

0-1 Charlie Adam, víti (45.), 0-2  DJ Campbell (90.)

West Bromwich Albion - Tottenham 1-1

0-1 Luka Modric (27.), 1-1 Chris Brunt (41.)

West Ham - Chelsea 1-3

0-1 Mickael Essien (2.), 0-2 Salomon Kalou (17.), 0-3 Mickael Essien (83.), 1-3 Scott Parker (85.)

Wigan - Sunderland 1-1

0-1 Asamoah Gyan (65.), 1-1 Antolin Alcaraz (85.)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×