Handbolti

Alexander í stuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Alexander Petersson byrjar feril sinn hjá Füchse Berlin afar vel en hann skoraði 6 mörk fyrir liðið í kvöld er það lagði Rheinland, 24-19.

Rúnar Kárason komst ekki á blað hjá Berlin í lokaleik sínum fyrir félagið. Árni Þór Sigtryggsson komst heldur ekki á blað hjá Rheinland.

Sigurbergur Sveinsson skoraði aftur á móti 5 mörk fyrir Rheinland. Berlin er búið að vinna alla þrjá leiki sína í deildinni í ár.

Kári Kristján Kristjánsson skoraði siðan eitt mark fyrir Wetzlar sem tapaði fyrir Hamburg, 27-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×