Sport

Schumacher: Ekki að hætta í Formúlu 1

Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag.

Formúla 1

Alonso: Mikilvægt að ná á verðlaunapall

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton.

Formúla 1

Mark Webber: Mæti til að sigra

Forystumaður stigamótsins, Ástralinn Mark Webber er með markmið sitt á hreinu fyrir Formúlu 1 mótið í Singapúr um helgina. Hann er með fimm stiga forskot á Lewis Hamilton í stigakeppni ökumanna.

Formúla 1

Ferguson spenntur fyrir Bebe

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með það sem hann sá þegar að Portúgalinn Bebe lék sínar fyrstu mínútur með Manchester United í gær.

Enski boltinn

Ferdinand líður vel

Rio Ferdinand segist spenntur fyrir því að fá að spila meira með Manchester United en hann hefur nú jafnað sig á erfiðum meiðslum.

Enski boltinn

Bramble laus gegn tryggingu

Titus Bramble hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi ásamt bróður sínum, Tesfaye. Þeir voru handteknir í gær og eru grunaðir um nauðgun.

Enski boltinn

Breytt útfærsla á Formúlu 1 útsendingu

Bein útsending frá tímatökum í Formúlu 1 mótinu í Singapúr um helgina verður með öðru sniði en venjulega. Vegna lokaumferðar í Íslandsmótinu í knattspyrnu sem er beint á Stöð 2 Sport á laugardag.

Formúla 1

KR og ÍBV sektuð

KR og ÍBV hafa verið sektuð um 25 þúsund krónur eftir að mál liðanna voru tekin fyrir á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudagskvöldið.

Íslenski boltinn

Cavani orðaður við Liverpool

Úrúgvæinn Edinson Cavani er í dag í ítölskum fjölmiðlum orðaður við Liverpool. Hann er nú á mála hjá Napoli en þangað var hann keyptur frá Palermo í sumar.

Enski boltinn

Þjálfari Schalke biður Raul afsökunar

Spænski framherjinn Raul er aðalstjarna þýska liðsins Schalke. Það kristallast í því að þjálfari liðsins, Felix Magath, hefur beðið leikmanninn afsökunar á því hversu illa liðinu hefur gengið í upphafi leiktíðar.

Fótbolti