Fótbolti

KSÍ mun rukka inn á leik U-21 liðsins gegn Skotum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Knattspyrnusamband Íslands mun í fyrsta sinn í núverandi undankeppni sinn rukka inn á leik með U-21 landsliði Íslands þegar að liðið mætir Skotum á Laugardalsvelli þann 7. október næstkomandi.

Leikurinn er fyrri af tveimur viðureignum um hvort liðið komist í úrslitakeppni EM 2011 sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Síðari viðureignin fer fram í Skotlandi fjórum dögum síðar.

„Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessum leik því mikilvægt er að ná góðum úrslitum í fyrri leiknum [...]," segir í frétt sem birt er á heimasíðu KSÍ í dag.

Miðaverð á leikinn er 1000 krónur og er miðasala hafin á miði.is.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×