Enski boltinn

Ancelotti hefur áhyggjur af meiðslum leikmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hafði meiri áhyggjur af meiðslum leikmanna en tapi liðsins fyrir Newcastle í ensku deildabikarkeppninni í gær.

Newcastle vann leikinn, 4-3, en þrír leikmenn Chelsea meiddust í leiknum - þeir Yossi Benayoun, Gael Kakuta og Salomon Kalou.

„Við vitum meira á morgun [í dag] en þetta lítur ekki vel út. Þeir munu missa af næstu leikjum," sagði Ancelotti. Þegar Benayoun meiddist var Ancelotti búinn að nota allar þrjár skiptingarnar og því lék Chelsea manni færri síðusta hálftímann.

„Annars var ég ánægður með með frammistöðuna þó svo að úrslitin hafi valdið mér vonbriðgum. Við brugðumst vel við þegar við vorum 3-1 undir og manni færri. "

„Ungu leikmennirnir stóðu sig vel og sýndu gott og jákvætt hugarfar. Leikurinn var mjög erfiður en við erum ánægðir með frammistöðu leikmanna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×