Enski boltinn

Jovanovic: Algjör hörmung

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Milan Jovanovic skoraði fyrra mark Liverpool í gær.
Milan Jovanovic skoraði fyrra mark Liverpool í gær. Nordic Photos / Getty Images

Milan Jovanovic, leikmaður Liverpool, segir úrslitin gegn Northampton í énsku deildabikarkeppninni í gær hafa verið hrein hörmung.

Northampton komast áfram eftir að hafa haft betur í vítaspyrnukeppni. Framlengdum leik lauk með 2-2 jafntefli.

„Þetta er algjör hörmung. Ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum," sagði Jovanovic eftir leikinn í gær. „Við vitum að þetta er ekki Liverpool. Þetta er mjög slæmt."

„Frammistaða liðsins kom mér mjög á óvart. Ég er ekki vanur enskri knattspyrnu en á þessu átti ég ekki von."

„Northampton spilaði mjög vel. Við spiluðum illa. Svona er fótboltinn."

„Okkur finnst mjög leiðinlegt hvernig fór en nú verðum við að halda áfram."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×