Íslenski boltinn

Jón Guðni frá í 3-4 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Guðni Fjóluson í leik með U-21 landsliðinu.
Jón Guðni Fjóluson í leik með U-21 landsliðinu. Mynd/Stefán

Jón Guðni Fjóluson missir af leik Fram um helgina og mögulega af leikjum U-21 landsliðsins gegn Skotum þar sem hann fékk botnlangabólgu.

Jón Guðni fór í uppskurð fyrr í vikunni og mun samkvæmt læknisráði vera frá í 3-4 vikur. Þetta kemur fram á Fótbolti.net.

Fram mætir FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla um helgina og U-21 landsliði mætir svo Skotum dagana 7. og 11. október. Líklegt er að hann missi af þeim leikjum.

Jón Guðni útilokar ekki að hann gæti náð leikjunum gegn Skotum. „Það er smá möguleiki en hann er kannski ekki mikill," sagði hann í samtali við Fótbolta.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×