Fótbolti

Wenger: Blanc er hugrakkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Frakkinn Arsene Wenger segir að Laurent Blanc sé hugrakkur maður að hafa tekið að sér starf landsliðsþjálfara Frakklands.

Blanc tók við landsliðinu eftir HM í sumar þegar málefni liðsins voru í tómu rugli.

"Ég verð að segja að hann er hugrakkur að stökkva í þetta ævintýri. Hann veit vel hvað er að gerast og þetta verður ekki auðvelt verk. Heimspeki hans er jákvæðni og hann safnar jákvæðu fólki í kringum sig. Vonandi skilar það sínu," sagði Wenger.

Frakkar hafa ekki farið vel af stað undir stjórn Blanc en fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn var tapleikur gegn Noregi. Reyndar var enginn í liðinu í þeim leik sem var á HM.

Frakkar töpuðu svo fyrir Búlgörum í undankeppni EM en réttu úr kútnum með sigri á Bosníu-Hersegóvínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×